Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 19. október 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry með besta markameðaltalið í Danmörku
Kjartan Henry í leik gegn Bröndby.
Kjartan Henry í leik gegn Bröndby.
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finbogason, framherji Horsens, er með bestu tölfræðina í dönsku úrvalsdeildinni þegar tekin eru saman mörk og spilaðar mínútur.

Bold.dk tók tölfræðina saman en leikmenn verða að hafa skorað að minnsta kosti fjögur mörk til að komast á lista.

Kjartan Henry hefur verið mikið á bekknum hjá nýliðum Horsens á tímabilinu. Hann hefur þrátt fyrir það skorað fjögur mörk sem gerir mark á 101 mínútu fresti að meðaltali.

Teemu Pukki, framherji Bröndby og finnska landsliðsins, er næstur á lista með 105 mínútur á milli marka að meðaltali. Pukki skoraði í leiknum gegn Íslandi fyrr í mánuðinu.

Flest mörk miðað við mínútur
Kjartan Finnbogason, ACH 4 mörk (101 mínútur á milli markal)
Teemu Pukki, Bröndby 9 mörk (105 mínútur á milli markal)
Kasper Kusk, FCK 4 (113 mínútur á milli markal)
Andreas Albers, SIF 4 (122 mínútur á milli markal)
Kamil Wilczek, BIF 7 (122 mínútur á milli markal)
Godsway Donyoh, FCN 4 (140 mínútur á milli markal)
Andreas Cornelius, FCK 4 (160 mínútur á milli markal
Marcus Ingvartsen, FCN 7 mínútur á milli markal)
Athugasemdir
banner
banner