Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 23. febrúar 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Ljósmyndarar elta varamarkvörðinn á röndum
Shaw er stórstjarna.
Shaw er stórstjarna.
Mynd: Mirror
Wayne Shaw, varamarkvörðurinn sem var rekinn frá Sutton, heldur áfram að vera í kastljósi fjölmiðlanna og er eltur út um allt af ljósmyndurum.

Allt fór á hliðina eftir að Shaw át böku á bekknum þegar Sutton tapaði 0-2 fyrir Arsenal í bikarnum.

Shaw er grunaðir um veðmálasvindl eftir að veðbankar buðu upp á sérstakan stuðul á það að hann myndi borða í beinni útsendingu.

Shaw sagði við The Sun að hann hafi fengið sér bökuna til að svara stuðningsmönnum Arsenal sem kölluðu til hans: „Hver át allar bökurnar?"

„Það voru ýmis skot úr stúkunni og ég taldi að þarna væri dauðafæri til að bregða á leik. Ég tók bita og veifaði bökunni í átt að þeim. Þetta var allt í góðum anda. Ég fékk bökuna ókeypis frá stelpunni í sjoppunni, hún kostaði mig ekkert nema starfið," segir Shaw sem var varamarkvörður og markmannsþjálfari Sutton.

Shaw viðurkenndi í viðtali í morgunsjónvarpinu í Bretlandi daginn eftir leik að vinir hans hefðu sett pening á að hann myndi fá sér böku á bekknum. Í kjölfarið hófst rannsókn á mögulegu veðmálasvindli og þarf Shaw að svara til saka.

Sutton fór fram á að hann myndi segja upp hjá félaginu sem hann gerði. Shaw er víst niðurbrotinn vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner