Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 03. maí 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 2. sæti
Kwame Quee (til vinstri) er í lykilhlutverki hjá Víkingi.  Rashid Yussuff (til hægri) kom til Víkings á dögunum en hann lék með ÍA í fyrra.
Kwame Quee (til vinstri) er í lykilhlutverki hjá Víkingi. Rashid Yussuff (til hægri) kom til Víkings á dögunum en hann lék með ÍA í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras.
Spænski varnarmaðurinn Nacho Heras.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Stuðningsmenn Víkings eru alltaf líflegir.
Stuðningsmenn Víkings eru alltaf líflegir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ÍA 240 stig
2. Víkingur Ó. 200 stig
3. HK 197 stig
4. Þróttur R. 166 stig
5. Selfoss 155 stig
6. Þór 142 stig
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

2. Víkingur Ó.
Lokastaða í fyrra: 11. sæti í Pepsi-deildinni
Víkingur Ólafsvík féll úr Pepsi-deildinni í fyrra eftir spennandi fallbaráttu. Ólafsvíkingar hafa verið undanfarin tvö ár í efstu deild en snúa nú aftur í Inkasso-deildina með mjög mikið breytt lið frá því í fyrra.

Þjálfarinn: Ejub Purisevic lá lengi undir feld síðastliðið haust áður en hann ákvað að semja aftur við Víking. Ejub hefur verið við stjórnvölinn í Ólafsvík meira og minna frá aldamótum, fyrir utan eitt ár sem hann tók sér í hlé 2009.

Styrkleikar: Ejub hefur alltaf tekist að búa til öflug lið í Ólafsvík, sama hversu miklar breytingar eru á milli ára. Mjög fær þjálfari. Kwame Quee sýndi flotta takta í Pepsi-deildinni í fyrra og hann gæti ásamt Gonzalo Zamorano Leon hjálpað Ólsurum að skora mörk. Gonzalo kom frá Hugin í vetur. Gengi Víkings á undirbúningstímabilinu var gott eftir brösuga byrjun á vetrinum en eins og alltaf hjá Ejub þá er liðið vel skipulagt.

Veikleikar: Leikmannahópurinn er mjög þunnur og margir ungir strákar í honum hafa litla reynslu af meistaraflokksfótbolta. Nánast allir byrjunarliðsmenn Víkings yfirgáfu liðið eftir síðasta tímabil og það gæti reynst hægara sagt en gert að koma núverandi liði strax í toppbaráttu í Inkasso-deildinni. Ólafsvíkingar byrja á erfiðu leikjaplani þar sem allir fyrstu fjórir leikir liðsins eru á útivelli. Ástæðan er að verið er að leggja gervigras á aðalvöllinn í Ólafsvík.

Lykilmenn: Gonzalo Zamorano Leon, Kwame Quee og Nacho Heras.

Gaman að fylgjast með: Hinn 16 ára gamli Bjartur Bjarmi Barkarson hefur sýnt skemmtilega takta á undirbúningstímabilinu og með U16 ára landsliði Íslands. Skoraði gegn Hamri í Mjólkurbikarnum í vikunni.

Komnir:
Emmanuel Eli Keke frá Gana
Francisco Marmolejo Mancilla frá Svíþjóð
Gonzalo Zamorano Leon frá Hugin
Ibrahim Sorie Barrie frá Síerra Leóne
Ívar Reynir Antonsson frá Fram
Rashid Yussuf frá ÍA

Farnir:
Aleix Egea
Alfreð Már Hjaltalín í ÍBV
Cristian Martinez Liberato í KA
Egill Jónsson
Eivinas Zagurskas í Snæfell
Eric Kwakwa
Farid Zato í Kórdrengi
Gabrielius Zagurskas
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Stjörnuna
Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Víking R.
Kenan Turudija í Selfoss
Pape Mamadou Faye
Tomasz Luba hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson í Stjörnuna

Fyrstu þrír leikir Víkings Ó.
5. maí ÍR - Víkingur Ó.
12. maí HK - Víkingur Ó.
19. maí Magni - Víkingur Ó.
Athugasemdir
banner
banner
banner