Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 29. apríl 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 6. sæti
Þórsurum er spáð 6. sæti.
Þórsurum er spáð 6. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Miðjumaðurinn Jónas Björgvin Sigurbergsson.
Miðjumaðurinn Jónas Björgvin Sigurbergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Reynsluboltinn Ármann Pétur Ævarsson.
Reynsluboltinn Ármann Pétur Ævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Guðni Sigþórsson er efnilegur.
Guðni Sigþórsson er efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Þór 142 stig
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

6. Þór
Lokastaða í fyrra: 6. sæti í Inkasso-deildinni
Þórsarar sigldu lygnan sjó í Inkasso-deildinni í fyrrasumar og náðu aldrei að blanda sér almennilega í toppbaráttuna. Búið er að stokka upp leikmannahópinn í þorpinu og meiri breytingar eru á hópnum en oft áður.

Þjálfarinn: Lárus Orri Sigurðsson er þjálfari Þórs annað árið í röð. Lárus þjálfaði einnig Þór á árum áður sem og KF en hann tók við stjórnvölunum hjá Þór á ný haustið 2016. Kristján Sigurólason er nýr aðstoðarþjálfari hjá Þór en hann tekur við af Kristjáni Erni, bróður Lárusar, sem flutti til Noregs.

Styrkleikar: Spænsku leikmennirnir Alvaro Montejo Calleja og Nacho Gil gætu komið með nýjar víddir inn í lið Þórs í sumar. Alvaro er sóknarmaður sem kemur frá ÍBV en Nacho er miðjumaður sem kemur úr spænsku D-deildinni. Lárus Orri er á sínu öðru ári með lið Þórs og hann getur byggt ofan á það sem gekk vel á fínan endi á síðasta tímabili. Ungir og efnilegir Þórsarar hafa fengið mikinn spiltíma í vetur sem og í fyrra og ný spennandi kynslóð er að koma upp hjá liðinu.

Veikleikar: Admir Kubat átti að koma og hjálpa til í vörninni en hann sleit krossband á dögunum og óvíst er hvernig skarð hans verður fyllt. Nokkrir reynslumiklir leikmenn eru horfnir á braut frá því fyrra og spurning er hvernig gengur að fylla í skörðin sem þeir skilja eftir sig. Þórsarar byrjuðu síðasta tímabil afleitlega og startið verður að vera betra í ár ef bæta á árangurinn frá því í fyrra.

Lykilmenn: Alvaro Montejo Calleja, Ármann Pétur Ævarsson, Orri Sigurjónsson.

Gaman að fylgjast með: Guðni Sigþórsson er ungur kantmaður sem fékk smjörþefinn með Þór í fyrra þar sem hann skoraði tvö mörk í fimm leikjum. Spilar væntanlega mun meira í sumar og gæti sprungið út.

Komnir:
Admir Kubat frá Þrótti Vogum (Verður ekki með vegna meiðsla)
Alvaro Montejo Calleja frá ÍBV
Bjarki Þór Viðarsson frá KA
Nacho Gil frá Cd Mostoles URJC
Óskar Elías Zoega Óskarsson frá ÍBV

Farnir:
Atli Sigurjónsson í KR (Var á láni)
Gauti Gautason
Gunnar Örvar Stefánsson í Magna
Jóhann Helgi Hannesson í Grindavík
Kristján Örn Sigurðsson hættur
Orri Freyr Hjaltalín í GG
Sigurður Marinó Kristjánsson í Magna
Steinþór Már Auðunsson í Magna
Stipe Barac til Króatíu

Fyrstu þrír leikir Þórs
5. maí Haukar - Þór
10. maí Þór - ÍA
19. maí Njarðvík - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner