Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. maí 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 4. sæti
Þrótturum er spáð 4. sætinu í sumar.
Þrótturum er spáð 4. sætinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson er öflugur framherji.
Viktor Jónsson er öflugur framherji.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Þorvarðarson.
Víðir Þorvarðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Þróttur R. 166 stig
5. Selfoss 155 stig
6. Þór 142 stig
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

4. Þróttur R.
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í Inkasso-deildinni
Þróttarar voru það lið sem veitti Fylki og Keflavík keppni um sæti í Pepsi-deildinni í fyrra. Eftir fall árið 2016 náði Þróttur hins vegar ekki að endurheimta sæti sitt á meðal þeirra bestu í fyrra.

Þjálfarinn: Gunnlaugur Jónsson tók óvænt við liði Þróttar fyrr í þessum mánuði. Gregg Ryder hætti þá eftir faglegan ágreining við stjórn félagsins. Gunnlaugur hafði verið í fríi frá fótbolta eftir að hann hætti sem þjálfari ÍA í fyrra en hann hefur einnig stýrt Selfossi, Val, KA og HK á ferli sínum.

Styrkleikar: Frekar litlar breytingar eru á hópnum á milli ára og stór kjarni liðsins sem endaði í 3. sæti í fyrra er ennþá til staðar. Eftir að Þróttur hætti að spila á Valbjarnarvelli hefur gervigrasvöllurinn í Laugardalnum reynst liðinu vel. Skemmtileg stemning á heimaleikjum og góð úrslit en Þróttur vann níu af ellefu leikjum sínum þar í fyrra. Sóknarmenn Þróttar eru skæðir en þeir Viktor Jónsson og Emil Atlason gætu orðið drjúgir í sumar. Ólafur Hrannar Kristjánsson minnti líka á sig með þrennu gegn Njarðvík í gærkvöldi.

Veikleikar: Grétar Sigfinnur Sigurðarson skilur eftir sig stórt skarð í vörninni og þar gæti vantað leiðtoga í hjartað. Þjálfaraskipti rétt fyrir mót eru ekki kjörin en Gunnlaugur hefur fengið lítinn tíma til að koma handbragði á sitt lið á undirbúningstímabilinu. Gengi Þróttar í Reykjavikurmótinu og Lengjubikarnum var mjög dapurt en liðið fékk yfir þrjú mörk á sig í meðaltali í leik og tapaði sjö af átta leikjum sínum. Liðið hefur ekki virkað alltof sannfærandi í vetur.

Lykilmenn: Arnar Darri Pétursson, Rafn Andri Haraldsson, Viktor Jónsson.

Gaman að fylgjast með: Birgir Ísar Guðbergsson, fæddur 2001, spilaði sína fyrstu leiki í fyrra. Hann hefur spilað talsvert á miðjunni undirbúningstímabilinu og gæti verið byrjunarliðsmaður í sumar.

Komnir:
Guðmundur Friðriksson frá Breiðabliki
Jasper Van Der Heyden frá Belgíu

Farnir:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson hættur
Heiðar Geir Júlíusson í Fram
Oddur Björnsson hættur

Fyrstu þrír leikir Þróttar
5. maí Njarðvík - Þróttur R.
11. maí Þróttur R. - Fram
18. maí ÍR - Þróttur R.
Athugasemdir
banner