Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 02. maí 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 3. sæti
Ásgeir Marteinsson leikmaður HK.
Ásgeir Marteinsson leikmaður HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik hjá HK í vetur.
Úr leik hjá HK í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Guðmundur Þór Júlíusson.
Varnarmaðurinn Guðmundur Þór Júlíusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. HK 197 stig
4. Þróttur R. 166 stig
5. Selfoss 155 stig
6. Þór 142 stig
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

3. HK
Lokastaða í fyrra: 4. sæti í Inkasso-deildinni
HK reif sig heldur betur upp í fyrra eftir fallbaráttu 2016 og rólega byrjun í fyrrasumar. HK vann 10 af síðustu 12 leikjum sínum í fyrra og blandaði sér í toppbaráttuna undir lok móts.

Þjálfarinn: Brynjar Björn Gunnarsson tók við HK síðastliðið haust þegar Jóhannes Karl Guðjónsson hætti til að taka við ÍA. Brynjar Björn er fyrrum atvinnu og landsliðsmaður en hann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni.

Styrkleikar: HK-ingar hafa ógn fram á við í nokkrum öflugum leikmönnum og liðið hefur verið duglegt að skora. Hafsteinn Briem og Viktor Bjarki Arnarsson hafa bæst við hópinn en þar eru á ferð leikmenn með góða reynslu úr efstu deild. Þeir gætu hjálpað HK mikið í sumar en Viktor er spilandi aðstoðarþjálfari hjá liðinu. Gengi HK á undirbúningstímabilinu gefur góð fyrirheit fyrir sumarið en liðið fór í úrslit Fótbolta.net mótsins og átti flotta leiki í Lengjubikarnum.

Veikleikar: HK gekk illa að halda hreinu í vetur og sami taktur þarf að nást í varnarleikinn og á síðasta tímabili. HK er spáð mun ofar núna en undanfarin ár og spurning er hvernig liðinu tekst að takast á við auknar væntingar og hvort það nái að fylgja eftir góðu gengi á síðasta tímabili. Byrjunin á tímabilinu þarf að vera miklu betri en í fyrra ef HK ætlar sér að blanda sér í bárattuna um sæti í Pepsi-deildinni.

Lykilmenn: Ásgeir Marteinsson, Bjarni Gunnarsson, Hafsteinn Briem.

Gaman að fylgjast með: Aron Elí Sævarsson er ungur bakvörður sem kom til HK á láni frá Íslandsmeisturum Vals í vetur. Yngri bróðir landsliðsmannsins Birkis Más Sævarssonar.

Komnir:
Aron Elí Sævarsson frá Val á láni
Hafsteinn Briem frá ÍBV
Viktor Bjarki Arnarsson frá Víkingi R.

Farnir:
Ágúst Freyr Hallsson í Leikni R.
Grétar Snær Gunnarsson í FH (Var á láni)
Hörður Ingi Gunnarsson í ÍA (Var á láni)
Jóhannes Karl Guðjónsson hættur
Viktor Helgi Benediktsson í ÍA (Var á láni)

Fyrstu þrír leikir HK
5. maí HK - Magni
12. maí HK - Víkingur Ó.
18. maí HK - Selfoss
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner