Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fös 27. apríl 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 8. sæti
Leiknismönnum er spáð 8. sæti í Inkasso-deildinni.
Leiknismönnum er spáð 8. sæti í Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn Bjarki Aðalsteinsson.
Varnarmaðurinn Bjarki Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis grípur fyrirgjöf.
Eyjólfur Tómasson markvörður Leiknis grípur fyrirgjöf.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

8. Leiknir R.
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í Inkasso-deildinni
Leiknismenn hafa ekki náð að gera aðra atlögu að Pepsi-deildinni eftir fall árið 2015. Í fyrra varð niðurstaðan 5. sæti eftir nokkuð kaflaskipt tímabil.

Þjálfarinn: Kristófer Sigurgeirsson er á sínu öðru þjálfari sem tímabili Leiknis. Kristó hefur áður verið aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki og Fjölni auk þess sem hann var aðalþjálfari hjá Reyni Sandgerði.

Styrkleikar: Leiknismenn eru með sama þjálfarann annað árið í röð og hægt er að byggja ofan á ágætis tímabil í fyrra. Ungir leikmenn hafa fengið mikið af spiltíma á undirbúningstímabilinu í vetur og margir hverjir sýnt fína takta. Eru að bíða eftir leikheimild fyrir japanska sóknarmanninn Ryota Nakamura en talsverðar vonir eru bundnar við hann í efra Breiðholti.

Veikleikar: Halldór Kristinn Halldórsson og Brynjar Hlöðversson eru horfnir á braut eftir að hafa verið í stóru hlutverki undanfarin ár. Öflugir leikmenn og stórir karakterar. Skarð Halldórs í vörninni hefur ekki verið fyllt ennþá. Kolbeinn Kárason, markahæsti leikmaður Leiknis í fyrra, er einnig farinn og spurning er hvernig markaskorun á eftir að ganga í ár. Gengi Leiknis var brösugt í Lengjubikarnum og liðið rétt marði KH úr 3. deild í Mjólkurbikarnum. Spilamennskan þarf að vera betri í sumar.

Lykilmenn: Bjarki Aðalsteinsson, Ernir Bjarnason og Eyjólfur Tómasson.

Gaman að fylgjast með: Vuk Oskar Dimitrijevic er ungur og efnilegur miðjumaður, fæddur árið 2001. Skemmtilegur leikmaður sem gæti látið ljós sitt skína í sumar.

Komnir:
Ágúst Freyr Hallsson frá HK
Ernir Bjarnason frá Breiðabliki
Óttar Húni Magnússon frá Ranheim
Sólon Breki Leifsson frá Breiðabliki

Farnir:
Anton Freyr Ársælsson í Fjölni (Var á láni)
Brynjar Hlöðversson í HB
Halldór Kristinn Halldórsson hættur
Kolbeinn Kárason í KH
Ragnar Leósson í ÍA

Fyrstu þrír leikir Leiknis
5. maí ÍA - Leiknir R.
11. maí Leiknir R. - Njarðvík
18. maí Fram - Leiknir R.
Athugasemdir