Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   lau 28. apríl 2018 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 7. sæti
Framarar fagna marki gegn Ármanni í Mjólkurbikarnum á dögunum.
Framarar fagna marki gegn Ármanni í Mjólkurbikarnum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon framherji Fram fagnar marki í fyrra.
Guðmundur Magnússon framherji Fram fagnar marki í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson.
Markvörðurinn Atli Gunnar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Fram 114 stig
8. Leiknir R. 100 stig
9. Haukar 93 stig
10. Magni 73 stig
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

7. Fram
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í Inkasso-deildinni
Framarar enduðu í neðarlega í fyrra og hafa ekki náð að berjast af alvöru um sæti í Pepsi-deildinni síðan liðið féll árið 2014.

Þjálfarinn: Hinn portúgalski Pedro Hipolito framlengdi samning sinn við Fram fyrir lokaumferðina í Inkasso-deildina í fyrra. Pedro tók við Fram í júní í fyrra eftir að Ásmundur Arnarsson var rekinn frá félaginu.

Styrkleikar: Margir ungir og efnilegir Framarar hafa fengið stærri hlutverk undanfarið ár og þeir lofa góðu fyrir framtíðina. Erlendu leikmennirnir sem Fram hefur fengið í sínar raðir í vetur virka öflugir og þeir gætu styrkt hópinn mikið í sumar ef þeir ná að aðlagast íslenska boltanum. Leikmenn sem gætu hjálpað Fram að spila samba bolta. Framarar hafa æft af gífurlegum krafti undir stjórn Pedro og mæta vel skipulagðir til leiks í sumar. Allir leikmenn í liðinu eiga að kunna sín hlutverk inn og út og liðsheildin er sterk.

Veikleikar: Tímabilið var brösótt hjá Fram í fyrra og liðið þarf að ná meiri stöðugleika í sumar. Miklar breytingar eru á liðinu frá því í fyrra auk þess sem Framarar hafa ekki náð að spila á sínu besta liði allt undirbúningstímabilið þar sem erlendu leikmennirnir fengu leikheimild sent. Því gæti tekið Fram tíma að komast í gang. Framarar eru ennþá að spila á Laugardalsvelli þar sem völlur liðsins í Grafarholti er ekki löglegur í Inkasso-deildinni. Erfitt er að ná stemningu á þjóðarleikvanginum þegar áhorfendur eru fáir og Fram þarf að ná betri heimavallarárangri en í fyrra.

Lykilmenn: Frederico Saraiva, Guðmundur Magnússon og Tiago Fernandes.

Gaman að fylgjast með: Mikael Egill Ellertsson, fæddur 2002, hefur spilað talsvert í vetur. Fjölhæfur leikmaður sem gæti átt eftir að nota langt.

Komnir:
Heiðar Geir Júlíusson frá Þrótti R.
Frederico Saraiva frá Brasilíu
Marcus Vieira frá Brasilíu
Tiago Fernandes frá Portúgal
Mihajlo Jakimoski frá Makedóníu

Farnir:
Axel Freyr Harðarson í Gróttu
Brynjar Kristmundsson í Þrótt V.
Hlynur Örn Hlöðversson í Breiðablik (Var á láni)
Högni Madsen í Þrótt V.
Indriði Áki Þorláksson í Hauka
Ivan Bubalo til Króatíu
Ívar Reynir Antonsson í Víking Ó.
Sigurpáll Melberg Pálsson í Fjölni

Fyrstu þrír leikir Fram
5. maí Fram - Selfoss
11. maí Þróttur R. - Fram
18. maí Fram - Leiknir R.
Athugasemdir
banner
banner