Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   þri 24. apríl 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 11. sæti
Njarðvíkingar unnu 2. deildina í fyrra.
Njarðvíkingar unnu 2. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Skoski framherjinn Kenneth Hogg (til vinstri) kom til Njarðvíkur frá Tindastóli í fyrrasumar.  Unnar Már Unnarsson (til hægri) kom til Njarðvíkur frá Víði í vetur.
Skoski framherjinn Kenneth Hogg (til vinstri) kom til Njarðvíkur frá Tindastóli í fyrrasumar. Unnar Már Unnarsson (til hægri) kom til Njarðvíkur frá Víði í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkinga.
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Njarðvík 53 stig
12. ÍR 50 stig

11. Njarðvík
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild
NJarðvíkingar unnu 2. deildina með yfirburðum í fyrra og leika því í Inkasso-deildinni í sumar. Njarðvík spilaði síðast í næstefstu deild árið 2010.

Þjálfarinn: Rafn Markús Vilbergsson tók við Njarðvík undir lok sumars 2016 og forðaði liðinu frá falli. Á sínu fyrsta heila tímabili kom hann Njarðvíkingum síðan upp um deild. Rafn lék með Njarðvík í áraraðir áður en hann tók við þjálfun liðsins.

Styrkleikar: Lið Njarðvíkur er mjög samheldið og vel skipulagt hjá Rafni þjálfara. Árangur Njarðvíkinga á útivelli var eftirtektarverður en liðið tapaði ekki leik á ferðalögum sínum og vann níu af ellefu. Liðinu gekk mjög vel í fyrra og frammistaðan í vetur var einnig ágæt. Njarðvíkingar mæta því fullir sjálfstrausts inn í Inkasso-deildina í sumar og ákveðnir í að selja sig dýrt.

Veikleikar: Þrátt fyrir smá liðsstyrk í vetur þá er spurning hvort að hópurinn sé nægilega sterkur fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni. Leikmannahópurinn hefur frekar litla reynslu af Inkasso-deildinni en margir leikmenn hafa leikið í 2. deild og neðar lengst af á ferli sínum. Heimavöllurinn gaf ekki nægilega mikið í fyrra og Njarðvíkingar vilja gera hann að öflugra vígi í sumar.

Lykilmenn: Andri Fannar Freysson, Kenneth Hogg og Luka Jagacic.

Gaman að fylgjast með: Sigurbergur Bjarnason er ungur leikmaður sem kom frá Keflavík í vetur. Sonur þjálfarans reynda Bjarna Jóhannssonar. Hann gæti fengið mínútur með Njarðvíkingum í sumar.

Komnir:
Helgi Þór Jónsson frá Víði Garði
Hlynur Örn Hlöðversson frá Breiðabliki á láni
Luka Jagacic frá Króatíu
Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík
Unnar Már Unnarsson frá Víði Garði

Farnir:
Brynjar Atli Bragason í Víði á láni
Gualter Aurelio Oliveira Bilro til Portúgal
Hörður Fannar Björgvinsson í Álftanes á láni

Fyrstu þrír leikir Njarðvíkur
5. maí Njarðvík - Þróttur R.
11. maí Leiknir R. - Njarðvík
19. maí Njarðvík - Þór
Athugasemdir
banner
banner
banner