Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 07. júní 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Liverpool skólinn fer fram í áttunda skiptið á Íslandi
Mynd: Getty Images
Næstu daga fer Liverpool knattspyrnuskólinn á Íslandi fram í áttunda skipti.

Skólinn er samstarfsverkefni hins sögufræga liðs Liverpool FC. Aftureldingar og Þórs og fer fram á Akureyri 8.–10. júní og í Mosfellsbæ 11.–13. júní. Átta þjálfarar þjálfa á Akureyri, þar af einn yfirþjálfari en sjö eru með æfingahópa. Í Mosfellsbæ verða 16 þjálfarar, einn yfirþjálfari og fimmtán hópar. Á báðum stöðum er sérstakur markmannsæfingahópur. Þjálfarar Aftureldingar og Þórs verða Liverpool þjálfurunum til aðstoðar og sjá um að túlka fyrir krakkana.

Skólinn hefur vaxið jafnt og þétt og þrátt fyrir fjölgun þjálfara frá Liverpool ár hvert er uppselt í skólann í Mosfellsbæ, en enn eru örfá sæti laus á Akureyri, en rúmlega 350 börn eru skráð í skólann. Liverpool gerir strangar kröfur um fjölda barna pr. Þjálfara, til að veita sem einstaklingsmiðaðasta þjálfun. Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á vandaða þjálfun barna og unglinga, en barna- og unglingastarf Liverpool hefur alið af sér heimsklassa knattspyrnumenn.

Á þessum átta árum hefur samstarfið tekist afar vel og þjálfararnir sem komið hafa frá Liverpool International Football Academy hafa haft það á orði að hafa hvergi í heiminum komið þar sem skipulag hafi verið jafn gott og umgjörð og aðbúnaður jafn glæsilegur fyrir bæði börn og þjálfara.

Að loknum knattspyrnuskólanum fá öll börn Liverpool bolta að gjöf

Dagskrá skólans alla þrjá dagana:
• 10.00 – 11.15 Fyrsta lota
• 11.15 – 11.30 Ávaxtastími
• 11.30 – 12.30 Önnur lota
• 12.30 – 13.15 Matartími
• 13.15 – 14.55 Þriðja lota

Athugasemdir
banner
banner
banner