Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   þri 19. júní 2018 08:16
Elvar Geir Magnússon
Gelendzhik
Dýrasti markvörður Íslands: Segja að ég sé kominn til að vera númer eitt
Icelandair
Rúnar Alex á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Rúnar Alex á landsliðsæfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson samdi í gær við franska félagið Dijon en liðið endaði í ellefta sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili.

Þetta er spennandi skref fyrir Rúnar Alex sem hefur verið hjá Nordsjælland í Danmörku síðustu ár. Hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Rússlandi í dag.

„Það var mjög fínt að klára þetta í gær og ég er mjög feginn því að þetta sé búið," segir Rúnar Alex en Dijon lagði mikla áherslu á að fá hann.

„Það er bara geggjað og sýnir að þeir ætla að treysta á mig. Það gefur mér auka sjálfstraust."

Fannst honum vera kominn tími á næsta skref á sínum ferli?

„Ég var búinn að vera lengi undir sama þjálfarateymi og það var komin smá þreyta og ég held að þetta hafi verið fullkomin tímasetning til að skipta um félag. Ég vissi fyrst af þeirra áhuga í fyrra, eftir tímabilið þá. Þetta er stórt skref en mér finnst ég vera tilbúinn, annars hefði ég ekki tekið það."

„Þeir segja mér að ég sé kominn þarna til að vera númer eitt og ég ætla að halda hinum fyrir aftan mig."

Dijon borgaði tólf milljónir danskra króna fyrir Rúnar eða 200 milljónir íslenskra króna, samkvæmt heimildum Vísis. Hann er því dýrasti markvörður Íslandssögunnar.

Rúnar Alex segir að fleiri félög hafi verið inni í myndinni en heildarpakkinn hjá Dijon hafi verið mest spennandi.

„Ég er að fara í krefjandi verkefni og vonandi verður þetta kafli tvö í bókinni sem ég er að skrifa og ég geti farið enn hærra næst," segir markvörðurinn metnaðarfulli en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner