Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 13. október 2014 11:43
Þórður Már Sigfússon
Ef Evrópa væri 54 þjóða deildarkeppni
Icelandair
Lars Lagerback og Heimir Hallgímsson hafa stýrt íslenska landsliðinu upp í nýjar hæðir.
Lars Lagerback og Heimir Hallgímsson hafa stýrt íslenska landsliðinu upp í nýjar hæðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef Evrópa væri ein deildarkeppni væri Ísland í efri hluta deildarinnar, nánar tiltekið í 14. sæti af 54 þjóðum, ef mið væri tekið af árangri landsliðsins síðan Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson tóku við stjórnartaumunum. Þess má geta að 24 þjóðir vinna sér sæti í lokakeppninni sem fram fer í Frakklandi árið 2016.

Ísland hefur krækt í 23 stig í 12 leikjum sé árangur landsliðsins í undankeppni HM 2014 og núverandi undankeppni tekinn saman en Þýskaland (12 leikir), Holland (12 leikir) og England (13 leikir) tróna á toppnum með 31 stig.

Sjö sigurleikir hafa litið dagsins ljós hjá Strákunum Okkar á þessu tímabili, tvö jafntefli og tapleikirnir eru aðeins þrír. Landsliðið hefur skorað 23 mörk en fengið 15 mörk á sig.

Þess má geta að Ísland náði einungis að hala inn 21 stigi í 38 leikjum samtals í þeim fjórum undankeppnum sem háðar voru áður en Lagerback og Heimir tóku við.

Stöðutafla allrar Evrópu:
1. Holland - 31 stig/12 leikir
2. Þýskaland - 31 stig/12 leikir
3. England - 31 stig/13 leikir
4. Belgía - 29 stig/11 leikir
5. Ítalía - 28 stig/12 leikir
6. Úkraína - 27 stig/13 leikir
7. Rússland - 27 stig/13 leikir
8. Bosnía og Hersegóvína - 26 stig/12 leikir
9. Grikkland - 26 stig/12 leikir
10. Spánn - 26 stig/13 leikir
11. Svíþjóð - 25 stig/13 leikir
12. Sviss - 24 stig/12 leikir
13. Austurríki - 24 stig/13 leikir
14. Ísland - 23 stig/12 leikir
15. Króatía - 23 stig/12 leikir
16. Rúmenía - 23 stig/13 leikir
17. Slóvakía - 22 stig/13 leikir
18. Portúgal - 21 stig/11 leikir
19. Tékkland - 21 stig/12 leikir
20. Slóvenía - 21 stig/13 leikir
21. Danmörk - 20 stig/12 leikir
22. Írland - 20 stig/12 leikir
23. Pólland - 19 stig/12 leikir
24. Svartfjallaland - 19 stig/13 leikir
25. Ungverjaland - 18 stig/12 leikir
26. Frakkland - 17 stig/8 leikir*
27. Ísrael - 17 stig/11 leikir
28. Litháen - 17 stig/13 leikir
29. Búlgaría - 16 stig/12 leikir
30. Tyrkland - 16 stig/12 leikir
31. Serbía - 15 stig/11 leikir
32. Noregur - 15 stig/12 leikir
33. Albanía - 15 stig/12 leikir
34. Armenía - 14 stig/12 leikir
35. Skotland - 14 stig/12 leikir
36. Wales - 14 stig/12 leikir
37. Finnland - 13 stig/10 leikir
38. Norður Írland - 13 stig/12 leikir
39. Moldavía - 12 stig/13 leikir
40. Eistland - 10 stig/13 leikir
41. Makedónía - 10 stig/13 leikir
42. Azerbaidjan - 9 stig/12 leikir
43. Lettland - 9 stig/12 leikir
44. Kýpur - 8 stig/12 leikir
45. Lúxemborg - 7 stig/13 leikir
46. Kazakstan - 6 stig/12 leikir
47. Georgía - 5 stig/10 leikir
48. Hvíta Rússland - 5 stig/11 leikir
49. Malta - 3 stig/12 leikir
50. Liechtenstein - 3 stig/13 leikir
51. Færeyjar - 1 stig/12 leikir
52. Gíbraltar - 0 stig/ 2 leikir**
53. Andorra - 0 stig/12 leikir
54. San Marino - 0 stig/12 leikir

*Frakkland tekur ekki þátt í núverandi undankeppni þar sem næsta lokakeppni EM fer fram þar í landi.
**Gíbraltar tók ekki þátt í síðustu undankeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner