Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 09:00
Magnús Már Einarsson
Cardiff getur komist upp í úrvalsdeildina í kvöld
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Getty Images
Cardiff getur komist upp í ensku úrvalsdeildina í fyrsta skipti í sögunni ef liðið vinnur eða gerir jafntefli gegn Charlton í kvöld.

Cardiff kemst einnig upp ef Watford, sem er í þriðja sæti í Championship deildinni, misstígur sig gegn Millwall.

Þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni er Cardiff með sex stiga forskot á Hull í öðru sætinu en liðið hefur verið í toppsætinu í nánast allan vetur.

Aron Einar Gunnarsson verður væntanlega í eldlínunni með Cardiff í kvöld en Heiðar Helguson verður ekki með vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigrinum á Nottingham Forest um síðustu helgi.

„Við þurfum eitt stig í viðbót eða vona að Watford misstigi sig á leiðinni. Vonandi náum við að klára þetta á morgun (í dag) og þá getum við einbeitt okkur að því að vinna deildina," sagði Heiðar í viðtali á Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner