Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 17. apríl 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Fáum við vítaspyrnukeppni?
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Kane í kvöld?
Hvað gerir Kane í kvöld?
Mynd: Getty Images
Erling Haaland og Kevin de Bruyne.
Erling Haaland og Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir rosalegir leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

Bayern München 1 - 1 Arsenal
Þetta mun fara í vítaspyrnukeppni þar sem Arsenal mun vinna að lokum.

Man City 3 - 1 Real Madrid
Þetta verður geggjaður fótboltaleikur. Ég spái því að Kevin de Bruyne verði á skotskónum og skori tvö.

Viktor Unnar Illugason

Bayern München 2 - 1 Arsenal
Arsenal virðist vera að taka slæma kaflann þar sem allt fer í vaskinn. Síðasti möguleiki Harry Kane á að vinna titil til að vera ekki aðhlátursefni. Hann mætir vel gíraður í þennan leik og klárar Arsenal með tveimur mörkum og klúðrar þessu svo seinna í keppninni

Man City 2 - 2 Real Madrid
Þetta verður rosalegur leikur. Madríd voru niðurlægðir af City í fyrra og það mun ekki endurtaka sig. Þessi fer alla leið í vító þar sem Real stela þessu en lokatölur eftir 90 verða 2-2.

Fótbolti.net - Arnar Laufdal

Bayern München 2 - 1 Arsenal
Arsenal búnir að vera í brasi í síðustu tveimur leikjum. Arteta mun ekki komast lengra í Evrópu þetta árið og á Arteta eftir að sanna það hann kunni þetta í Evrópu. Ég bara sé ekki fyrir mér Arsenal sigur í kvöld. Arsenal maðurinn Harry Kane verður með hnífasettið á lofti í kvöld og munu hann og Bayern henda Arsenal öfugum út í kvöld.

Man City 2 - 2 Real Madrid
Þetta verður aftur eins og í fyrri leiknum, gjörsamlega tryllt jafntefli. Það verður að minnsta kosti jafntefli eftir 90 mínútur. Ég held að City klári þetta í framlengingu eftir magnaðan leik. Haaland verður 'no show' eins og fyrri daginn gegn stóru liðunum og verður honum bjargað af samherjum sínum.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 18
Fótbolti.net - 15
Ingólfur Sigurðsson - 12
Athugasemdir
banner
banner