Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   mið 17. apríl 2024 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Sudakov mun yfirgefa Shakhtar í sumar
Mynd: Getty Images
Framkvæmdastjóri úkraínska félagsins Shakhtar Donetsk hefur staðfest að Georgiy Sudakov, miðjumaður félagsins, fari frá félaginu í sumar.

Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United eru öll sögð á eftir Sudakov.

Sudakov, sem er 21 árs gamall, er einn eftirsóttasti miðjumaður Evrópu um þessar mundir en hann er fastamaður hjá bæði Shakhtar og úkraínska landsliðinu.

Evening Standard greinir frá því að framkvæmdastjóri Shakhtar hafi fundað með nokkrum félögum í Lundúnum í þessari viku og staðfesti hann um leið að þetta væri síðasta tímabil Sudakov með Shakhtar.

„Það er stórt tækifæri fyrir Sudakov að fara í stór félög í sumar. Við höfum rætt við nokkur stórlið og sum eru ekki í beinum viðræðum við okkur heldur aðeins að þreifa fyrir sér fyrir sumarið. Hann mun klárlega fara til stórliðs í Evrópu í sumarglugganum og þegar ég var á leik Chelsea og Everton á mánudag þá voru margir sem spurðu mig út í Sudakov,“ sagði Sergei Palkin, framkvæmdastjóri Shakhtar.

Shakhtar hafnaði 34 milljóna punda tilboði Napoli í Sudakov í janúarglugganum en það vill fá í kringum 60 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner