Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 26. apríl
Championship
QPR - Leeds - 19:00
Bundesligan
Bochum - Hoffenheim - 18:30
Serie A
Frosinone - Salernitana - 18:45
La Liga
Real Sociedad - Real Madrid - 19:00
Elitettan - Women
Jitex W - Lidkoping W - 17:00
Sunnana W - Malmo FF W - 17:30
banner
þri 18.apr 2017 12:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Lögfræðingurinn sem á hátt í hundrað skópör

Leitun er að öðrum leikmanni í Pepsi-deildinni sem á jafnmörg skópör og Halldór Smári Sigurðarson, leikmaður Víkings. „Ætli þetta sé ekki að slaga upp í 80-90 pör. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á skóm og þetta er smá vandamál. Ég viðurkenni það,“ segir Halldór hlæjandi í spjalli við Fótbolta.net.

„Ég þoli ekki reikning þannig að ég fór í lögfræði þar sem maður þarf að lesa og muna.  Það á vel við mig.
„Ég þoli ekki reikning þannig að ég fór í lögfræði þar sem maður þarf að lesa og muna. Það á vel við mig.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir að maður fór að vinna og eignast pening þá fór maður að kaupa meira af skóm sem maður gat ekki eignast áður.  Í hvert skipti sem ég sé skó sem ég gæti bætt við safnið þá kýli ég á það.
„Eftir að maður fór að vinna og eignast pening þá fór maður að kaupa meira af skóm sem maður gat ekki eignast áður. Í hvert skipti sem ég sé skó sem ég gæti bætt við safnið þá kýli ég á það.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það koma oft tímar þar sem maður verður þreyttur á þessu.  Ég held að allir finni fyrir því einhverntímann.  Þá hugsar maður samt alltaf að maður vill ekki vera fertugur og sjá eftir að hafa ekki verið lengur í fótboltanum.  Maður vill frekar mjólka þetta.
„Það koma oft tímar þar sem maður verður þreyttur á þessu. Ég held að allir finni fyrir því einhverntímann. Þá hugsar maður samt alltaf að maður vill ekki vera fertugur og sjá eftir að hafa ekki verið lengur í fótboltanum. Maður vill frekar mjólka þetta.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
,,Minn maður Óli var ekki parsáttur eins og gefur að skilja og hann lét okkur heyra það eftir leikinn.  Daginn eftir á æfingu sagðist hann hafa verið of æstur í gær.
,,Minn maður Óli var ekki parsáttur eins og gefur að skilja og hann lét okkur heyra það eftir leikinn. Daginn eftir á æfingu sagðist hann hafa verið of æstur í gær.
Mynd/Fótbolti.net
,,Ég hef sagt einhverntímann að þetta hljómaði eins og ég væri í sjálfsmorðshugleiðingum en það var ekki þannig. Ég var bara ferskur.
,,Ég hef sagt einhverntímann að þetta hljómaði eins og ég væri í sjálfsmorðshugleiðingum en það var ekki þannig. Ég var bara ferskur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mega case. Daginn sem þetta kom út þá áttum við leik um kvöldið og það var súrrealísk stemning inni í klefa.
„Þetta var mega case. Daginn sem þetta kom út þá áttum við leik um kvöldið og það var súrrealísk stemning inni í klefa.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Guðni átti mikinn þátt í að festa liðið í sessi í efstu deild og þegar hann var hættur þá kom Evrópuævintýri með Sam Allardyce.  Maður missti af því en maður sá liðið í harkinu.
,,Guðni átti mikinn þátt í að festa liðið í sessi í efstu deild og þegar hann var hættur þá kom Evrópuævintýri með Sam Allardyce. Maður missti af því en maður sá liðið í harkinu.
Mynd/Getty Images
„Ég hef áhuga á alls konar hönnun, tísku og arkítektúr.  Þó að ég hafi ekki farið í þá átt í náminu þá hef ég mikinn áhuga á öllu svoleiðis.
„Ég hef áhuga á alls konar hönnun, tísku og arkítektúr. Þó að ég hafi ekki farið í þá átt í náminu þá hef ég mikinn áhuga á öllu svoleiðis.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eftir að maður fór að vinna og eignast pening þá fór maður að kaupa meira af skóm sem maður gat ekki eignast áður. Í hvert skipti sem ég sé skó sem ég gæti bætt við safnið þá kýli ég á það. Ég er samt aðeins búinn að reyna að minnka þetta,“ bætir Halldór við en hann er ánægður með aukna skómenningu á Íslandi undanfarin ár.

„Eftir að Húrra Reykjavik kom þá er þetta orðið eins og úti. Fólk er að tjalda fyrir utan og eitthvað. Ég hef ekki gert það ennþá en það er spurning hvort ég þurfi að fara að gera það til að eignast þessa skó sem manni langar í,“ segir Halldór en hann á ekkert sérstakt uppáhaldsmerki. „Það er alveg sama hvað merkið er, Nike, adidas eða hvað sem er. Ég vel bara það sem mér finnst flott. Ég fíla Jordan skóna samt mikið, týpurnar sem hann spilaði sjálfur í.“

Halldór útskrifaðist í vetur sem lögfræðingur og er nú í leit að vinnu á því sviði með fótboltanum. „Ég þoli ekki reikning þannig að ég fór í lögfræði þar sem maður þarf að lesa og muna. Það á vel við mig. Ég prófaði reyndar fyrst sagnfræði en hætti þar um jólin 2009. 2010 fór ég síðan í lögfræðina. Lögfræðingar geta gert margt og ég er núna að leita í kringum mig eftir vinnu. Það er lítið framboð en vonandi finnur maður eitthvað.“

Íhugaði að hætta í fótbolta í fyrravetur
Hinn 28 ára gamli Halldór á 142 deildarleiki að baki fyrir Víking en hann er orðinn einn leikjahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins. „Það er klárlega eitthvað sem ég er með annað augað á, að ná metinu. Ég á 100 leiki í það og ég ætti alveg að geta náð því,“ segir Halldór.

Halldór hefur leikið allan sinn feril með Víkingi en það hefur þó komið fyrir á ferlinum að hann hafi verið nálægt því að henda skónum upp á hilluna frægu. Það gerðist til að mynda í fyrra.

„Samningurinn minn rann út og ég tók góðan tíma í að hugsa þetta yfir veturinn. Ég byrjaði aftur í mars og sé alls ekki eftir því. Ég prófaði að fara á æfingar hjá öðrum liðum en ég er svo mikill Víkingur að það kom eiginlega ekkert annað til greina,“ útskýrir Halldór.

„Það koma oft tímar þar sem maður verður þreyttur á þessu. Ég held að allir finni fyrir því einhverntímann. Þá hugsar maður samt alltaf að maður vill ekki vera fertugur og sjá eftir að hafa ekki verið lengur í fótboltanum. Maður vill frekar mjólka þetta. Það er ótrúlega gaman að vera í svona hóp og svala félagsþörfinni með því að vera með strákunum og djóka. Ég hef ekki afrekað neitt svakalegt í fótboltanum en það sem maður tekur helst úr fótboltanum er félagsskapurinn og vinirnir sem maður hefur eignast. Þetta var mjög gaman í fyrra og eftir síðasta tímabil var ég frekar peppaður.“

Alfreð hætti við að fara með út í skóla
Árið 2009 fór Halldór til Bandaríkjanna í háskóla en það var þó stutt stopp. „Ég stoppaði þar í mánuð og fílaði það ekki. Maður fær mikið metið úr menntaskóla hér en það var ekki búið að því þegar ég kom út. Ég var settur í einhverja ljóðlistatíma og þetta var algjört rugl,“ rifjar Halldór upp.

„Ég og Alfreð Finnbogason áttum að fara saman út. Hann hringdi í mig fyrir sumarið og sagði: ´Ég er að pæla í að beila þetta. Ég held að ég sé að fá séns hjá Óla (Kristjáns).‘ Þetta var líklega besta ákvörðun sögunnar hjá honum en þetta var leiðinlegt fyrir mig. Ég sé alls ekki eftir að hafa farið út og tékkað á þessu en ég sé heldur ekki eftir því að hafa komið heim.“

„Á leiðinni heim upp á Akranes byrjaði hann að fá blóðnasir af því að hann var svo trylltur. Hann var svo brjálaður að blóðið fór allt í hausinn og það byrjaði að blæða úr nefinu á honum.“
Halldór er fjölhæfur leikmaður en hann hefur leikið í hjarta varnarinnar, í bakverði og á miðjunni. Sjálfur kann hann best við sig í miðverði en hann segist hafa tapað á því gegnum tíðina að vera fjölhæfur leikmaður.

„Ég hef pottþétt tapað á því. Ég er búinn að spila hafsent undanfarin ár og tel mig oft vera betri en sá sem ég er að keppa við. Ég hef spilað líka í vinstri bakverði og á miðju og þá er auðveldara að færa mig. Mér finnst skemmtilegast að spila í hafsent en ég set það ekki fyrir mig ef ég er settur annað. Ég vil bara vera inn á. Hafsentinn hentar mér samt vel. Mér finnst ég hafa staðið mig vel þar og vona að ég fái að vera áfram þar.“

Frá fyrstu leikjunum í meistaraflokki árið 2008 hefur Halldór kynnst mörgum mismunandi þjálfurum og liðsfélögum. Einn þeirra er Ólafur Þórðarson og Halldór á að sjálfsögðu góða sögu af honum. Sagan er frá því í leik gegn Haukum í 1. deildinni árið 2013.

„Við vorum að vinna 2-0 og það var allt í góðu. Marko Pavlov fékk rautt spjald fyrir einhverja fáránlega tæklingu og við misstum leikinn niður í 2-2. Minn maður Óli var ekki parsáttur eins og gefur að skilja og hann lét okkur heyra það eftir leikinn. Daginn eftir á æfingu sagðist hann hafa verið of æstur í gær. Á leiðinni heim upp á Akranes byrjaði hann nefnilega að fá blóðnasir af því að hann var svo trylltur. Hann var svo brjálaður að blóðið fór allt í hausinn og það byrjaði að blæða úr nefinu á honum. Það var ekki mjög fyndið á þeim tíma en í dag er þetta mjög gott. Óli er æðislegur náungi og það er mikil eftirsjá af honum hjá okkur strákunum í Víkingi. Við kunnum vel að meta hann.“

Hissa þegar hann las um andleg vandræði
Ólafur var ráðinn þjálfari Víkings eftir fall liðsins úr Pepsi-deildinni haustið 2011. Þrír þjálfarar stýrðu Víkingi árið 2011 og mikið gekk á hjá félaginu. Í febrúar það ár sendi stjórnarmaður í Víkingi fyrir mistök út Excel skjal þar sem var stöðumat Leifs Garðarssonar, þáverandi þjálfara, á leikmönnum liðsins. Skjalið fór víða en í því var meðal annars sagt að Halldór ætti í andlegum vandræðum.

„Ég var jafn hissa og allir aðrir þegar ég las þetta. Ég veit ekki hvort honum hefur fundist ég vera down eða eitthvað. Ég hef sagt einhverntímann að þetta hljómaði eins og ég væri í sjálfsmorðshugleiðingum en það var ekki þannig. Ég var bara ferskur. Þetta er fyndið eftir á,“ sagði Halldór Smári en í Excel skjalinu voru leikmenn einnig flokkaðir í A, B, C og D flokk.

„Þetta var mega case. Daginn sem þetta kom út þá áttum við leik um kvöldið og það var súrrealísk stemning inni í klefa. Einn leikmaður fór út úr klefanum um leið og Leifur byrjaði að tala fyrir leik. Menn voru vægast sagt ósáttir sumir.“

Nokkrum vikum áður en þetta mál kom upp þá hafði Björn Einarsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Víkings, lýst því yfir að Víkingur ætlaði að verða Íslandsmeistari árið 2014.

Víkingur féll árið 2011 en endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni tveimur árum síðar. Evrópusæti varð svo niðurstaðan árið 2014.

„Bjössi er minn maður og hann hefur þvílíkan metnað í öllu sem hann gerir. Persónulega fannst mér þetta vera full djúpt í árina tekið,“ segir Halldór Smári þegar hann rifjar upp Íslandsmeistara markmiðið. „Það er gott fyrir suma að setja sér háleit markmið á meðan sumir vilja vera rólegri og sjá hvað gerist. Hann vildi gera þetta svona og við náðum Evrópusæti árið 2014. Ég held að þetta hafi pottþétt gert eitthvað fyrir okkur. Þetta var alls ekki vitlaust hjá honum.“

„Hann er fullkominn í þetta starf held ég. Þetta er heilsteyptasti náungi sem ég hef kynnst og ég held að hann eigi eftir að standa sig frábærlega.“
Þó að Björn sé Víkingur og Halldór sé aðdáandi hans þá var Guðni Bergsson hans maður í formannskjöri KSÍ í vetur. „Guðni er giftur systur mömmu þannig að ég var þeim megin. Þó að ég hafi mikið álit á Bjössa þá er það family first,“ segir Halldór brosandi en hann er ánægður með Guðna. „Hann er fullkominn í þetta starf held ég. Þetta er heilsteyptasti náungi sem ég hef kynnst og ég held að hann eigi eftir að standa sig frábærlega.“

Horfði á Bolton í harkinu
Á yngri árum fór Halldór oft til Englands til að sjá Guðna spila með liði Bolton Wanderers.

„Ég hef farið nokkrar ferðir út en þetta voru nú ekki sérstakir leikir. Ég hef séð Bolton mæta Bury, Port Vale, Coventry, Sheffield United og svona liðum þegar Guðni var að spila. Guðni átti mikinn þátt í að festa liðið í sessi í efstu deild og þegar hann var hættur þá kom Evrópuævintýri með Sam Allardyce. Maður missti af því en maður sá liðið í harkinu. Ég horfi lítið á fótbolta í dag en ég fylgist alltaf með því hvað Bolton er að gera. Mér finnst langdregið að horfa á 90 mínútna leiki en það er allt annað að spila sjálfur,“ segir Halldór en hver eru þá helstu áhugamálin fyrir utan skóna?

„Ég hef áhuga á alls konar hönnun, tísku og arkítektúr. Þó að ég hafi ekki farið í þá átt í náminu þá hef ég mikinn áhuga á öllu svoleiðis,“ sagði Halldór en árið 2011 gaf hann út rapplag um Víking ásamt liðsfélaga sínum Daníel Hjaltasyni.

„ Þetta er sú tónlist sem ég hlusta mest á en þetta var bara upp á djókið. Það er gaman að gera eitthvað öðruvísi af og til. Danni hefur verið lengi að búa til tónlist og rappa sjálfur og hann er drullu seigur.“

Pylsa með engu
Talið berst að mat en Halldór Smári borðar pylsu á öðruvísi hátt en margir aðrir. „ Ég hef aldrei fengið mér neitt á pylsuna. Það er bara brauð og pylsa,“ segir Halldór.

„Mér finnst að fólk ætti að gefa þessu meiri séns. Fólk hefur hrist hausinn yfir þessu en ég hef aldrei skilið það. Það er miklu meira um þetta en fólk heldur. Fólk sem er að afgreiða pylsur rekur ekki upp stór augu þegar ég bið um þetta. Ég veit til dæmis að Kiddi Steindórs er í þessu. Hann sagði það í einhverju viðtali einhverntímann. Það var mikið boost fyrir þetta samfélag okkar,“ segir Halldór léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net: 8. sæti - Víkingur R.
Hin hliðin - Viktor Örlygur Andrason
Lögfræðingurinn sem á hátt í hundrað skópör
Athugasemdir
banner
banner
banner