Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   þri 18. apríl 2017 12:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Einkasafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík í Pepsi-deild karla er spáð 8. sæti í deildinni. Í dag er það hinn ungi og bráðefnilegi, Viktor Örlygur Andrason sem sýnir á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Viktor Örlygur Andrason.

Gælunafn sem þú þolir ekki: Viggi, aldrei fílað það.

Aldur: 17 ára.

Hjúskaparstaða: Á lausu.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í ágúst síðasta sumar.

Uppáhalds drykkur: Blóðappelsínu djús.

Uppáhalds matsölustaður: Olive garden.

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en fæ stundum Kia-una lánaða hjá mömmu og pabba.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Núna er það örugglega Asíski draumurinn og Castle.

Uppáhalds tónlistarmaður: Það er enginn einn uppáhalds, en helst þá Drake, Migos og Michael Jackson.

Uppáhalds samskiptamiðill: Snapchat eða instagram.

Skemmtilegasti "vinur" þinn á Snapchat: StevoTheMadMan

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Kökudeig, 1/2 jarðaber/mangó, 1/2 hindber og svo eitthvað með súkkulaði.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Ætlari aftur upp i skola.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Leikni R.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Nicklus khun í þýska u17 landsliðinu (nafnið gæti verið skrifað öðruvísi).

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Pabbi minn.

Sætasti sigurinn: Úrslitaleikur á íslandsmótinu með 3. flokk á móti Breiðabliki 2016.

Mestu vonbrigðin: Úrslitin í leikjunum með u17 í Ísrael.

Uppáhalds lið í enska: Manchester United.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Steven Lennon eða Óskar Örn Hauksson.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Fjölga leikjum hjá yngri landsliðum og koma íslensku deildinni og landsliðinu í FIFA.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ágúst Eðvald Hlynsson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurður Hrannar Björnsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þær eru nokkrar.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Logi Tómasson.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima er best.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Fyrir 3 árum í 4. flokki var vinur minn að berjast um að fá séns með A-liðinu enda lang markahæstur í B-liðinu með 14 mörk í 4 leikjum. Svo loksins kemst hann á bekkinn og fær sénsinn og kemur inn á. Þegar hann er búinn að vera inn á í 5 mín fær hann boltann á hægri kantinum og ætlar að skipta honum yfir á mig. Hann fær smá pressu á sig og misreiknar aðeins boltann og hittir hann ekki og rífur vöðva í rassinum (þó ekki hringvöðvann) og endar á því að vera frá í nokkra mánuði og hefur aldrei orðið sá sami aftur, allavega í boltanum.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Snooze-a á virkum en klósettið um helgar.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já reyni að fylgjast með körfu og handbolta en hef gaman af flestum íþróttum og þá meðal annars sepak takraw.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial vapor.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Ætli það sé ekki spænska.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Heroes, Fly on the wings of love eða Waterloo.

Vandræðalegasta augnablik: Ætlaði að taka "rainbow flick" með tösku vinar míns í skólanum, flækti mig í töskunni og datt beint á andlitið, sem betur fer sáu þetta ekki margir.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Fyrst tæki ég Almarr Ormarsson þar næst Hjalta Sigurðsson og síðastur en ekki sístur væri Paul Pogba, eitruð blanda.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Skrifa með vinstri, kasta handbolta með hægri, kasta körfubolta með vinstri og spila golf eins og rétthentir.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net: 8. sæti - Víkingur R.
Milos: Ekki eðlilegt að leikmenn fari á skíði eða snjóbretti
Lögfræðingurinn sem á hátt í hundrað skópör
Athugasemdir
banner
banner