Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 18. nóvember 2014 21:21
Alexander Freyr Tamimi
Áfall fyrir Liverpool - Ný meiðsli að hrjá Daniel Sturridge?
Átti að snúa aftur á sunnudaginn
Sturridge hefur ekkert spilað fyrir Liverpool frá því í lok ágúst.
Sturridge hefur ekkert spilað fyrir Liverpool frá því í lok ágúst.
Mynd: Getty Images
Breska dagblaðið Daily Mail greinir frá því ásamt fleiri fjölmiðlum að Daniel Sturridge hafi meiðst á nýjan leik og að Liverpool óttist að það séu nokkrar vikur í að hann geti snúið aftur.

Framherjinn meiddist aftur á læri, en í þetta skiptið á hinu lærinu en ekki því sem hefur haldið honum fjarri undanfarnar tíu vikur.

Fjarveru Sturridge hefur verið kennt um dapra byrjun Liverpool á tímabilinu, en Mario Balotelli hefur engan veginn fundið sig á strik í framlínunni.

Sturridge hefur ekkert spilað síðan hann lék í 1-0 sigri Englands gegn Noregi í vináttuleik í september. Hann spilaði að vísu æfingaleik á þriðjudag en meiddist og mun nú þurfa að fara í skoðun áður en Liverpool veit hversu alvarleg meiðslin voru.

Sturridge átti að snúa aftur í leik Liverpool gegn Crystal Palace næstkomandi sunnudag. Þó er ljóst að nú gæti fjarvera hans orðið enn lengri, sem er mikið áfall fyrir Liverpool.
Athugasemdir
banner