Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 20. apríl 2024 16:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnór Ingvi skoraði beint úr aukaspyrnu í Íslendingaslag - Annar sigur Leuven í röð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnór Ingvi Traustason skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Norrköping gerði jafntefli gegn Gautaborg í sænsku deildinni í dag.


Ásamt Arnóri var Ísak Andri Sigurgeirsson í leikmannahópi Norrköping en hann kom inn á sem varamaður undir lok leiksins. Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn fyrir Gautaborg en Adam Benediktsson var á bekknum.

Bæði lið eru með fjögur stig eftir fjóra leiki. Sjáðu markið hjá Arnóri hér fyrir neðan.

Jón Dagur Þorsteinsson lék 87 mínútur þegar Leuven lagði St. Truiden 1-0 í belgísku deildinni í baráttunni um Sambandsdeildarsæti. Leuven er átta stigum frá Sambandsdeildarsætinu þegar sex leikir eru eftir. Þetta var annar sigur Leuven í röð en áður hafði liðið aðeins unnið einn af síðustu átta.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn þegar Dusseldorf lagði Greuther Furth í næst efstu deild í Þýskalandi. Þórir Jóhann Helgason lék einnig allan leikinn þegar Braunschweig vann 3-0 sigur á VfL Osnabruck. Dusseldorf er í 3. sæti með 50 stig, fimm stigum á eftir toppliði Holstein Kiel. Braunschweig er í 13. sæti með 34 stig.

Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Pisa þegar liðið gerði jafntefli gegn Bari í næst efstu deild á Ítalíu. Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar Brescia gerði markalaust jafntefli gegn Ternana. Brescia er í 7. sæti með 46 stig en Pisa í 9. sæti tveimur stigum á eftir.


Athugasemdir
banner
banner