Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
   fim 21. mars 2024 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sig: Vonandi er þetta minna en við höldum
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum búnir að bíða eftir þessum leik lengi, risastór leikur. Að ganga með sigur frá honum er það sem við ætluðum okkur," sagði Arnór Sigurðsson eftir 4-1 sigur gegn Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Við vitum það að við erum með helling af frábærum fótboltamönnum. Fyrstu 30 mínúturnar var þetta opið og liðin að þreifa á hvort öðru. Við sýnum góðan karakter þegar við lendum 1-0 undir og getum verið ánægðir."

Arnór lenti í vondri tæklingu í seinni hálfleik en leikmaður Ísrael fékk að líta rauða spjaldið fyrir þá tæklingu.

„Við þurfum bara að skoða stöðuna. Ökklinn leit ekkert alltof vel út strax en vonandi er þetta minna en við höldum. Það verður að koma í ljós á næstu dögum."

„Þetta var klárt rautt spjald og eftir að hafa horft á tæklinguna aftur þá varð það bara enn meira þannig."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner