Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákanna að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   sun 21. apríl 2024 18:30
Brynjar Óli Ágústsson
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
<b>Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA.</b>
Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er náttúrulega voðalega súr með að tapa eins og menn eiga að vera í þessu,''  sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, eftir 3-1 tap gegn Val í 1. umferð Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 Þór/KA

„Ég er svekktastue með að mér fannst við ekki komast yfir spennuna. Ég held samt að Valur hafi aldrei liðið almennilega vel, nema kannski í kringum þessi tvö mörk hjá Amöndu í fyrri hálfleik,'' sagði Jóhann.

„Þessi leikur er búinn, ég ætla taka það út úr honum að við höfum stigið fyrsta skrefið. Ef að þetta var útkoman af því þegar við spilum mjög ílla, þá er gott að við förum að spila vel.''

Þrátt fyrir að Jóhann var fúll með frammistöðu, sá hann þó jákvæða punkta í þessum leik.

„Ég held að við höfum fengið talsvert af tækifærum til þess að skora fleiri mörk í þessum leik. Það að skapa hér á Hlíðarenda er ekki mjög sjálfsagt,''

Bríet Fjóla er fædd 2010 og fékk að koma við sögu í leiknum.

„Við vorum á bekknum að fara í rólegheitum yfir sálminn sem hún valdi fyrir ferminguna, en annars var hún spennt,'' sagði Jóhann.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner