Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 21. apríl 2024 09:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Kosið um nýtt merki Þróttar - „Ef Juventus má þetta þá má Þróttur þetta alveg“
Núverandi merki og merkið sem kosið verður um.
Núverandi merki og merkið sem kosið verður um.
Mynd: Samsett
Annað kvöld, mánudag, verður kosning á sérstökum auka aðalfundi Þróttar í Reykjavík um hvort taka eigi upp nýtt merki hjá félaginu. Íslendingar eru íhaldssamir þegar kemur að svona málum og skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri breytingu.

„Tillaga að uppfærðu félagsmerki er skýrt merki um nýja tíma og samræmist vel stefnu félagsins," segir á heimasíðu Þróttar.

Fótboltaþjálfarinn og Þróttarinn Haraldur Árni Hróðmarsson var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 og er hlynntur því að taka upp nýtt merki.

„Mér lýst bara vel á þetta, mér finnst rosa vænt um gamla merkið. Þetta er uppeldisfélagið mitt og þetta er merkið mitt en mér finnst í lagi að uppfæra aðeins og breyta," segir Haraldur.

„Þegar maður horfir í fyrsta skipti þá hugsar maður 'hvaða djók er þetta?' en svo pælir maður aðeins í þessu. Það var flott kynning sett inn á heimasíðuna. Ég er spenntur að sjá hvernig kosningin fer og hvernig þetta kemur út."

„Ef Juventus má þetta þá má Þróttur þetta alveg," segir Haraldur og vitnar í fræga breytingu ítalska stórliðsins á merki sínu fyrir nokkrum árum síðan.
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Athugasemdir
banner