Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 24. ágúst 2015 14:32
Magnús Már Einarsson
Leikmaður Hattar rekinn eftir kynþáttafordóma
Georgi Stefanov.
Georgi Stefanov.
Mynd: Austurfrétt - Arnar Þór Ingólfsson
Höttur frá Egilsstöðum hefur ákveðið að láta búlgarska sóknarmanninn Georgi Stefanov fara frá félaginu eftir að hann varð uppvís af kynþáttafordómum í leik gegn Ægi í 2. deildinni um helgina.

Austurfrétt greindi fyrst frá málinu um helgina en Stefanov er sakaður um að hafa tvívegis verið með kynþáttafordóma í garð Brenton Muhammad markmanns Ægis.

Stefanov kom til Hattar í júlí síðastliðnum en nú er ljóst að hann mun ekki spila fleiri leiki með liðinu.

Yfirlýsing frá Hetti:
Sjórn Hattar rekstrarfélags ehf sem fer með rekstur meistararflokka félagsins í knattspyrnu harmar mjög atvik sem átti sér stað í leik Hattar og Ægis s.l. laugardag þar sem Georgi Stefanov leikmaður Hattar veittist að Brenton Muhammad leikmanni Ægis með niðrandi ummælum. Ummæli sem verða ekki skilin öðruvísi en kynþáttafordómar í garð Brenton.

Stjórnarmenn félagsins hafa rætt málið við viðkomandi leikmann sem hefur gengist við broti sínu. Leikmaðurinn er miður sín vegna framgöngu sinnar og veit að hann hefur engar málsbætur. Hann vill koma á framfæri afsökunarbeiðini sinni til Brenton.
Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf biður Brenton Muhammad, leikmenn Ægis og aðstandendur félagsins innilega afsökunar á umræddu atviki. Einnig vil stjórnin biðja stuðningsmenn Hattar og stuðningsaðila afsökunar.

Frá því að Georgi Stefanov gekk til liðs við Hött hefur hann staðið sig mjög vel innan vallar sem utan og engan skugga borið á hans framkomu. Hann er mjög miður sín fyrir framferði sínu gagnvart Brenton. Það verður hins vegar ekki horft framhjá alvarleika brotsins og því hefur stjórn Hattar rekstrarfélags ehf ákveðið að Georgi Stefanov spili ekki fleiri leiki með félaginu.

Virðingarfyllst,
Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf

Sjá einnig:
Sakaður um kynþáttafordóma á Egilsstöðum
Athugasemdir
banner
banner
banner