Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 24. ágúst 2015 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Treyjan var rangstæð - Stórgóð ákvörðun
Aaron Ramsey kom knettinum í netið en var dæmdur rangstæður.
Aaron Ramsey kom knettinum í netið en var dæmdur rangstæður.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers er að gera stuðningsmenn Arsenal brjálaða á Twitter með ummælum sínum eftir markalaust jaftnefli gegn Liverpool.

Aaron Ramsey kom knettinum í netið í fyrri hálfleik en markið ekki dæmt gilt. Endursýningar sýndu að Ramsey var réttstæður og markið hefði átt að standa.

Eftir leik sagðist Rodgers hafa séð endursýningu af markinu þar sem hann taldi sig sjá treyju Ramsey vera í rangstöðu og hrósaði línuverðinum fyrir góða ákvörðun, en meinti augljóslega ekki orð sín.

„Ég er búinn að sjá endursýningu af atvikinu og treyjan hans virðist vera í rangstöðu," sagði Rodgers í gríni eftir leikinn.

„Stórgóð ákvörðun hjá línuverðinum."
Athugasemdir
banner