Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 01. júní 2021 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Andri Hjörvar: Held að FH hafi átt þetta skilið
Andri Hjörvar Albertsson
Andri Hjörvar Albertsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég verð að segja eins og er en ég held að FH hafi átt þetta skilið," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þór/KA, eftir tapið í bikarnum í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 6 -  5 Þór/KA

FH er komið áfram í 8-liða úrslitin eftir að hafa unnið Þór/KA í vítaspyrnukeppni í Kaplakrika.

„Liðin lögðu ótrúlega mikið í þennan leik en mér fannst við dálítið andlausar á köflum og skortir alltof mikil gæði alltof oft þannig að því miður var þetta ekki okkar dagur," sagði Andri við Fótbolta.net.

Hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu og gerði svo fjórar breytingar í hálfleik en hann segir þetta ekki hafa verið vanmat.

„Þétt spilað. Leikmenn þurfa hvíld og svo eru aðrar stelpur sem hafa unnið vel fyrir mínútum. Þær fengu þær í dag og það var ekkert vanmat eða slíkt eins og einhverjir hugsar. Þetta er bara það að rótera í liðinu, gefa mínútur og hvíla."

„Nei, þær eru furðu heilar. Það er vel hugsað um þær og þær hugsa vel um sig sjálfar. Það er aðallega þreytan sem er að koma í lappirnar á leikmönnum núna og svo erum við að fara á gras í fyrsta skiptið núna. Við erum búin að vera á gervigrasi heillengi en þetta er erfitt og gott að vera með stóran hóp til að gera breytingar."


Flestir leikmenn Þór/KA eru í góðu standi en það vantaði gæði á vellinum.

„Ég vil kannski fara voðalega djúpt í það en það eru móment þar sem við hefðum getað sett meiri kraft í 50-50 bolta og svo gæði út um víðan völl. Það var skortur á því."

„Standið og formið á liðinu er gott. Þær eru flest allar heilar og lítið um meiðsli. Við höfum verið að spila góða leiki og slæma leiki, við höfum unnið slæmu leikina en ekki náð að setja úrslitin í góðu leikina þannig vonandi getum við tengt þetta tvennt og tengt það í góða spilamennsku og góð úrslit,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner