Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 08. ágúst 2022 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal selur Torreira til Galatasaray (Staðfest)
Lucas Torreira er farinn frá Arsenal
Lucas Torreira er farinn frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira hefur gengið frá vistaskiptum sínum frá Arsenal til Galatasaray í Tyrklandi en þetta staðfestir enska félagið á heimasíðu sinni í dag.

Torreira gekk í raðir Arsenal frá Sampdoria fyrir fjórum árum síðan en félagið greiddi þá tæpar 27 milljónir punda fyrir þjónustu hans.

Hann spilaði með liðinu fyrstu tvö tímabilin en var síðan lánaður til Atlético Madríd og Fiorentina.

Torreira hefur nú yfirgefið Arsenal fyrir fullt og allt en hann er búinn að semja við Galatasaray í Tyrklandi. Kaupverðið er 7,5 milljónir punda.

Úrúgvæski leikmaðurinn er 26 ára gamall og hefur spilað 39 landsleiki fyrir þjóð sína.

Á tveimur tímabilum hans með Arsenal spilaði hann 89 leiki og skoraði 4 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner