Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 09. ágúst 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jordi Cruyff farinn til Kína (Staðfest)
Jordi Cruyff.
Jordi Cruyff.
Mynd: Getty Images
Hollendingurinn Jordi Cruyff hefur verið ráðinn í starf knattspyrnustjóra hjá Chongqing Lifan í kínversku Ofurdeildinni.

Sex ára dvöl Cruyff hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael lauk fyrr á þessu ári. Þar var hann fyrst yfirmaður knattspyrnumála og síðar knattspyrnustjóri. Viðar Örn Kjartansson spilaði undir stjórn Cruyff hjá Maccabi Tel Aviv.

Hinn 44 ára gamli Cruyff er núna mættur til Kína þar sem hann tekur við starfinu hjá Chongqing af Portúgalanum Paulo Bento.

Cruyff er sonur Johan Cruyff, eins besta fótboltamanns allra tíma. Sjálfur spilaði Jordi með Manchester United og Barcelona, en náði aldrei sömu hæðum og faðir sinn sem fótboltamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner