fim 09. ágúst 2018 11:25
Elvar Geir Magnússon
Thibaut Courtois til Real Madrid (Staðfest)
Courtois ásamt Florentino Perez forseta Real Madrid.
Courtois ásamt Florentino Perez forseta Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Courtois í leik með Belgum.
Courtois í leik með Belgum.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur tilkynnt að Thibaut Courtois sé orðinn leikmaður félagsins en markvörðurinn belgíski er keyptur frá Chelsea.

Courtois hefur verið orðaður við Real Madrid í nokkurn tíma og þegar hann fór að skrópa á æfingar hjá Chelsea var ljóst hver hans vilji væri. Skrópið borgaði sig og Courtois er nú formlega orðinn leikmaður Evrópumeistara Real Madrid.

Courtois er 26 ára og hefur verið hjá Chelsea síðan 2011 en áður var hann hjá Atletico Madrid. Fjölskylda hans er búsett í spænsku borginni og það er stór ástæða þess að hann vildi ólmur komast til Real.

Courtois skrifa undir sex ára samning við Real Madrid og þó ljóst sé að hann verði aðalmarkvörður hefur Keylor Navas sagt að hann hafi engan áhuga á að yfirgefa félagið.

Thibaut Courtois á 65 landsleiki fyrir Belgíu og vann bronsverðlaun með liðinu á HM í sumar. Þá hefur hann tvisvar orðið Englandsmeistari með Chelsea og einu sinni Spánarmeistari með Atletico Madrid svo eitthvað sé nefnt.

Á heimasíðu Chelsea fær Courtois góðan kveðjupistil þar sem honum er óskað alls hins besta. Ensku bikarmeistararnir hafa þegar fundið arftaka hans en Spánverjinn Kepa Arrizabalaga kom frá Athletic Bilbao í gær.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner