þri 09. ágúst 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mertens til Galatasaray (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Galatasaray
Dries Mertens er mættur til tyrkneska félagsins Galatasaray á frjálsri sölu en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Belgíski framherjinn var án félags eftir að hafa yfirgefið Napoli fyrr í sumar en hann var mörg tilboð á borðinu.

Mertens er 35 ára gamall og er markahæsti leikmaður í sögu Napoli með 148 mörk en hann hafnaði nýjum samningi frá félaginu og vildi reyna fyrir sér annars staðar.

Galatasaray tilkynnti í gær að Mertens væri búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið.

Tyrkneska félagið hefur verið öflugt á leikmannamarkaðnum í sumar en þetta er níunda leikmaðurinn sem félagið fær. Lucas Torreira gekk einnig í raðir félagsins í gær eftir að hafa verið á mála hjá Arsenal síðustu fjögur ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner