Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. janúar 2023 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Schjelderup kominn til Benfica (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Portúgalska stórveldið Benfica er búið að krækja í norska ungstirnið Andreas Schjelderup frá FC Nordsjælland.


Hinn 18 ára gamli Schjelderup er talinn efnilegasti leikmaður dönsku deildarinnar og er algjör lykilmaður hjá Nordsjælland, sem trónir á toppi deildarinnar. 

Schjelderup er fjölhæfur leikmaður sem spilar ýmist sem sóknarsinnaður miðjumaður eða vinstri kantmaður og skoraði 10 mörk í 17 deildarleikjum fyrir áramót.

Hann er fæddur í Bodö og ólst upp í akademíu Bodö/Glimt en var fenginn yfir til Nordsjælland aðeins 16 ára gamall með loforði um spiltíma. 

Schjelderup á 19 leiki að baki fyrir yngri landslið Noregs, þar á meðal tvo fyrir U21 liðið.

Benfica er talið borga um 14 milljónir evra fyrir Schjelderup sem gæti orðið næsta stórstjarnan frá Noregi eftir Martin Ödegaard og Erling Braut Haaland.

Nordsjælland er einnig talið fá 20% af hagnaði af næstu sölu á Schjelderup.

Liverpool er meðal félaga sem reyndi að krækja í Schjelderup en leikmaðurinn valdi Benfica vegna loforðs um spiltíma með aðalliðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner