Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 13. janúar 2023 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Weghorst til Man Utd (Staðfest)
Mynd: EPA

Manchester United er búið að staðfesta félagsskipti sóknarmannsins hávaxna Wout Weghorst.


Weghorst er þrítugur landsliðsmaður Hollands sem kemur til Rauðu djöflanna á lánssamningi frá Burnley sem gildir út tímabilið. 

Weghorst átti frábæran fyrri hluta tímabils með Besiktas og kom sér í sviðsljósið þegar hann kom inn af bekknum til að skora tvennu gegn Argentínu á HM í Katar.

Man Utd vantaði sóknarmann eftir brottför Cristiano Ronaldo og var Erik ten Hag strax viss í sinni sök þegar hann frétti að Weghorst væri laus.

Það fylgir ekki kaupmöguleiki með lánssamningnum og greiða Rauðu djöflarnir minnst 2,5 milljónir punda fyrir að fá Weghorst lánaðan.

Weghorst var leikmaður Wolfsburg í fjögur ár áður en hann gekk í raðir Burnley. Þar skoraði hann 70 mörk í 144 leikjum. 

Ef farið er lengra aftur í tímann skoraði Weghorst 45 mörk í 86 leikjum með AZ Alkmaar en markaskorunin hefur ekki verið jafn góð með hollenska landsliðinu. Þar á hann 5 mörk í 19 leikjum.

Weghorst gerði aðeins 2 mörk í 20 úrvalsdeildarleikjum er Burnley féll í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner
banner