Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. janúar 2023 13:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Indriði Áki í ÍA (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram hefur tilkynnt að Indriði Áki Þorláksson hefur yfirgefið félagið og samið við ÍA. Skagamenn kaupa leikmanninn frá Fram.


Indriði hefur leikið lengst af á meistaraflokksferli sínum með Fram en hann gekk til liðs við félagið árið 2015 og lék þar til 2017 og snéri aftur árið 2021. Hann lék 121 leik fyrir Fram.

„Við þökkum honum kærlega fyrir sitt framlag í bláu treyjunni og óskum honum velfarnaðar með ÍA á komandi tímabili." sagði Agnar Þór Hilmarsson formaður knd. Fram.

ÍA féll úr Bestu deildinni síðasta sumar en Indriði er fjórði leikmaðurinn sem Jón Þór Hauksson nær í fyrir átökin í Lengjudeildinni næsta sumar.

ÍA

Komnir
Arnleifur Hjörleifsson frá Kórdrengjum
Arnór Smárason frá Val
Hákon Ingi Einarsson frá Kórdrengjum
Indriði Áki Þorláksson frá Fram

Farnir
Eyþór Aron Wöhler í Breiðablik
Oliver Stefánsson til Norrköping (var á láni)
Hallur Flosason hættur
Benedikt Warén í Breiðablik (var á láni)
Brynjar Snær Pálsson í HK
Christian Köhler
Kaj Leo í Bartalsstovu
Kristian Lindberg
Tobias Stagaard til Danmörku (var á láni)
Wout Droste


Athugasemdir
banner
banner
banner