Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 14. júlí 2018 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabian Balbuena til West Ham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
West Ham heldur áfram að styrkja sig. Paragvæski varnarmaðurinn Fabian Balbuena er kominn frá brasilíska liðinu Corinthians og skrifar hann undir þriggja ára samning.

Kaupverðið er ekki gefið upp en talið er að það sé í kringum 4 milljónir punda. Balbuena kemur til West Ham eftir tvö ár hjá Corinthians. Balbuena lék áður fyrr í heimalandinu með Cerro Porteño PF, Rubio Nu, Nacional og Libertad.

Hinn 26 ára gamli Balbuena var fyrirliði hjá Corinthians.

Hann á sjö landsleiki fyrir Paragvæ og er sjö leikmaðurinn sem West Ham fær til sín í sumar. Manuel Pellegrini tók við West Ham og hann er búinn að fá Jack Wilshere, Andriy Yarmolenko, Issa Diop, Lukasz Fabianski og Ryan Fredericks.

West Ham hlýtur að stefna á það að enda í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar á næsta tímabil, jafnvel að ná Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner