lau 14. júlí 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huddersfield nælir í bakvörð frá Dortmund (Staðfest)
Durm er mættur til Huddersfield.
Durm er mættur til Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Huddersfield var að næla í bakvörðinn Erik Durm en hann kemur frá Borussia Dortmund, einu sterkasta félagi Þýskalands.

Durm, sem er 26 ára, á sjö landsleiki fyrir Þýskaland og var hluti af liðinu sem varð Heimsmeistari fyrir fjórum árum síðan. Hann spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Þýskaland árið 2014.

Kaupverðið á Durm er ekki gefið upp en hann skrifar einungis undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

„Það er ekki á hverjum degi þar sem þú getur fengið eins góðan leikmann og Erik til félagsins," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield um kaupin. Wagner þekkir Durm vel eftir að hafa þjálfað hann hjá Dortmund á sínum tíma.

Durm spilaði ekkert á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Hann getur spilað sem bæði vinstri og hægri bakvörður en þegar hann kom fyrst til Dortmund var hann sóknarmaður. Wagner hjálpaði honum að fara úr því að vera sóknarmaður í það að verða bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner