Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   sun 15. janúar 2023 14:32
Aksentije Milisic
Mudryk til Chelsea (Staðfest)
Mynd: Chelsea

Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk er genginn í raðir Chelsea en þetta staðfesti félagið rétt í þessu. Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins fyrir leik Chelsea og Crystal Palace


Allt stefndi í það að leikmaðurinn myndi ganga í raðir Arsenal en Arsenal og Shakhtar náðu ekki samkomulagi um kaupverð. Þá kom Chelsea inn í myndina en félagið borgaði 62 milljónir punda fyrir kappann.

Þá er sagt að 26,5 milljónir punda muni bætast við kaupverðið ef Chelsea vinnur Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina á þessum sjö árum.

Mudryk er 22 ára en hann hefur átt frábært tímabil hjá Shakhtar og vakið mikla athygli í Meistaradeild Evrópu. Hann á að baki átta leiki fyrir landslið Úkraínu og þá hefur hann spilað með Shakhtar Donetsk, Arsenal Kyiv og Desna Chernihiv á sínum ferli.

Chelsea hefur verið í bullandi vandræðum á þessu tímabili en liðið er um miðja deild á Englandi. Stutt er síðan félagið fékk Joao Felix á lán út tímabilið frá Atletico Madrid en hann skellti sér strax í þriggja leikja bann í fyrsta leik.

Síðan er talað um Chelsea sé búið að bjóða 26,5 milljónir punda í hinn tvítuga Noni Madueke, vængmann PSV Eindhoven.


Athugasemdir
banner
banner