Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 15. júlí 2018 19:46
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sampaoli rekinn (Staðfest)
Sampaoli var rekinn.
Sampaoli var rekinn.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Argentínu (AFA) hefur tilkynnt að Jorge Sampaoli muni ekki halda áfram sem þjálfari landsliðsins eftir stormasamt heimsmeistaramót.

Eftir 3-0 tap gegn Króatíu og jafntefli gegn okkur Íslendingum var Argentína á barmi þess að detta út í riðlakeppninni á vandræðalegan hátt. Með sigri á Nígeríu og hagstæðum úrslitum í leik okkar Íslendinga gegn Króötum skreið Argentína í 16-liða úrslitin.

Heppni liðsins var á enda þar sem Argentína laut í lægra haldi gegn Frakklandi sem átti eftir að fara alla leið á mótinu.

Sampaoli fékk starfið eftir að hafa byggt upp gott orðspor sem þjálfari Universidad de Chile, landsliðs Chile auk þess að þjálfa Sevilla.

Það var von Argentínumanna að Sampaoli myndi binda enda á slæmt gengi landsliðsins að undanförnu og ná að koma jafnvægi á landsliðið með Lionel Messi í fararbroddi.

Það var hinsvegar langt frá því að vera svo og eftir skrautlegt heimsmeistaramót þar sem ákvarðanataka þjálfarans var gagnrýnt oftar en einu sinni hefur hann nú fengið að fjúka.
Athugasemdir
banner
banner
banner