Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 09:45
Ívan Guðjón Baldursson
Bernardo til Brighton (Staðfest)
Bernardo hefur komið við sögu í 47 keppnisleikjum með Leipzig.
Bernardo hefur komið við sögu í 47 keppnisleikjum með Leipzig.
Mynd: Getty Images
Brighton er búið að staðfesta komu brasilíska bakvarðarins Bernardo frá Red Bull Leipzig.

Brighton greiðir 9 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla Bernardo, sem var mikið í kringum byrjunarliðið á tveimur árum hjá Leipzig.

Bernardo er miðjumaður að upplagi en var mikið notaður sem bakvörður hjá þýska félaginu. Þessi fjölhæfni gæti komið sér afar vel í enska boltanum.

„Við erum ótrúlega ánægðir með að krækja í Bernardo. Hann er sterkur varnarmaður og getur spilað bæði sem vinstri og hægri bakvörður," sagði Chris Hughton, stjóri Brighton.

Brighton endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og hefur síðan þá krækt í markvörðinn Jason Steele, rúmenska sóknarmanninn Florin Andone og nígeríska landsliðsmanninn Leon Balogun.
Athugasemdir
banner
banner
banner