Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 16. júlí 2018 21:28
Magnús Már Einarsson
Hörður Árna í HK (Staðfest)
Mynd: HK
HK hefur fengið varnarmanninn Hörð Árnason í sínar raðir. Hörður er uppalinn í HK og hann hefur nú samið við félagið út tímabilið.

Hörður hefur leikið með Stjörnunni frá 2011 í byrjun síðasta mánaðar var tilkynnt að hann myndi ekki spila meira með liðinu í sumar vegna þess að erfitt væri að samþætta fótboltann með starfi hans sem flugumferðastjóri.

Hinn 29 ára gamli Hörður lék 152 leiki fyrir Stjörnuna í deildar, bikar og Evrópukeppni.

Árið 2014 var Hörður í stóru hlutverki þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti.

Hörður ætlar nú að taka slaginn með HK út tímabilið en liðið er í augnablikinu á toppi Inkasso-deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í Pepsi-deildinni.

Hér til hliðar sjást Brynjar Björn Gunnarsson og Hörður eftir að samningurinn var handsalaður.

Næsti leikur HK er gegn Magna á útivelli á laugardaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner