Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. janúar 2023 08:10
Ívan Guðjón Baldursson
Fram nældi í Írenu Björk (Staðfest)
Mynd: Fram

Fram er búið að tryggja sér Írenu Björk Gestsdóttur á tveggja ára samning eftir fjögur ár í Grindavík.


Írena Björk gerir tveggja ára samning við Fram, sem vann 2. deild í fyrra, og verður mikill liðsstyrkur fyrir komandi baráttu í Lengjudeildinni.

Írena er 24 ára gömul og á tæplega 50 leiki að baki í Lengjudeildinni með Grindavík auk þess að eiga þrjá leiki í efstu deild með uppeldisfélagi sínu, Selfoss.

Írena er hægri bakvörður að upplagi en er nánast jafnfætt og getur því einnig spilað vinstra megin. 

„Hún er sterkur karakter með mikla leiðtogahæfileika og er verulegur liðsstyrkur fyrir komandi átök í Lengjudeildinni," segir í tilkynningu frá Fram. „Við bjóðum Írenu innilega velkomna til Fram og við hlökkum mikið til að fylgjast með henni í bláu treyjunni."


Athugasemdir
banner
banner