Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta krækir í Duvan Zapata (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Atalanta er búið að krækja í kólumbíska sóknarmanninn Duvan Zapata á láni frá Sampdoria.

Zapata er 27 ára gamall og á 5 A-landsleiki að baki fyrir Kólumbíu. Hann kom til Sampdoria frá Napoli fyrir ári síðan og gerði 11 mörk í 32 leikjum.

Hjá Atalanta mun hann keppast við Andrea Petagna, Musa Barrow og Andreas Cornelius, Danann stóra, um byrjunarliðssæti.

Zapata skrifaði undir tveggja ára lánssamning við Atalanta með kaupmöguleika.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Bergamó. Ég er kominn í gott félag og nú er það undir mér komið að láta ljós mitt skína," sagði Zapata um félagaskiptin.

„Í fyrstu var ég ekki sannfærður um að þetta væri rétt skref fyrir mig en eftir samtal við forseta og þjálfara Atalanta skipti ég um skoðun."

Atalanta endaði í sjöunda sæti ítölsku deildarinnar á síðasta tímabili, sex stigum fyrir ofan Sampdoria. Zapata fær því að taka þátt í Evrópudeildinni með sínu nýja félagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner