Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Blind orðinn leikmaður Ajax (Staðfest)
Daley Blind kveður Manchester United.
Daley Blind kveður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Daley Blind hefur yfirgefið Manchester United og er orðinn leikmaður Ajax að nýju. Blind hefur verið leikmaður United síðan Louis van Gaal fékk hann frá Ajax 2014.

Blind er 28 ára hollenskur landsliðsmaður. Hann spilaði reglulega endur stjórn Van Gaal en mínútunum fækkaði eftir að Jose Mourinho tók við á Old Trafford.

Á Twitter segist Blind hafa spilað fyrir stærsta félag í heimi. Hann hafi átt fjögur ár og unnið fjóra bikara. Nú sé tími til að fara heim.

Blind spilaði í sigri United í bikarúrslitaleiknum 2016 og svo í úrslitaleiknum gegn Ajax í Evrópudeildinni ári síðar.

Sagt er að Ajax borgi 14 milljónir punda til að endurheimta Blind sem hefur gert fjögurra ára samning.


Athugasemdir
banner
banner