Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Óli Baldur í Reyni Sandgerði (Staðfest)
Óli Baldur (til hægri) í leik með Grindavík.
Óli Baldur (til hægri) í leik með Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Reynir Sandgerði hefur fengið framherjann Óla Baldur Bjarnason í sínar raðir fyrir síðari hluta sumars í 4. deildinni.

Hinn 28 ára gamli Óli Baldur er uppalinn hjá Grindavík en hann lék lengi með liðinu í tveimur efstu deildunum.

Í fyrra skoraði Óli sjö mörk í þremur leikjum með GG í 4. deildinni en hann hefur ekkert spilað í sumar.

Reynir Sandgerði hefur unnið alla leiki sina í B-riðlinum í 4. deild og stefnir hraðbyri á úrslitakeppnina.

Óli gæti spilað sinn fyrsta leik með Reyni á morgun þegar liðið mætir SR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner