Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 18. júlí 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Wahbi Khazri til Saint-Etienne (Staðfest)
Khazri er loksins farinn frá Sunderland.
Khazri er loksins farinn frá Sunderland.
Mynd: Getty Images
Wahbi Khazri er farinn til Saint-Etienne í Frakklandi eftir vægast sagt misheppnaða dvöl hjá Sunderland.

Khazri sem er landsliðsmaður Túnis hefur skipt yfir til Frakklands en honum tókst aðeins að spila 42 leiki á þremur tímabilum fyrir Sunderland.

Khazri var á láni hjá Rennes á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 9 mörk í 27 leikjum er liðið tryggði sér sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Form leikmannsins á síðasta tímabili ásamt árangri hans á HM í Rússlandi fyrir Túnis þar sem hann skoraði tvö og lagði upp tvö önnur var nóg til þess að sannfæra Saint-Etienne um að kaupa leikmanninn. Hann skrifar undir fjögurra ára samning en kaupverðið er talið vera um 6 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner