Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. janúar 2023 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Oliver Kelaart í Njarðvík (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Njarðvík
Oliver Kelaart er genginn í raðir Njarðvíkur og verður með liðinu í Lengjudeildinni í sumar.

Hann er ástralskur/spænskur sóknarsinnaður leikmaður sem hefur æft með Njarðvíkurliðinu í vetur, og hefur nú samið um að leika með því í sumar.

Oliver er fæddur árið 1998, en kom til Íslands 2020 og lék þá með Kormáki/Hvöt í 4. deildinni þar sem hann skoraði 11 mörk í 14 leikjum. Þaðan hélt hann til Keflavíkur og spilaði níu leiki og skoraði eitt mark í Bestu deild karla. Síðasta sumar lék Oliver svo með Þrótti Vogum í Lengjudeildinni, og spilaði þar 6 leiki.

Oliver er áttundi leikmaðurinn sem Njarðvík hefur fengið í sínar raðir eftir að hafa unnið 2. deild síðasta sumar.

Komnir
Alex Bergmann Arnarsson frá Víkingi (var á láni hjá ÍR)
Gísli Martin Sigurðsson frá Aftureldingu
Joao Ananias frá Albaníu
Magnús Magnússon frá Reyni S.
Oliver Kelaart frá Þrótti Vogum
Óskar Atli Magnússon frá FH
Tómas Bjarki Jónsson frá Augnabliki
Walid Birrou frá Þrótti Vogum

Farnir
Einar Orri Einarsson í Reyni
Magnús Þórir Matthíasson hættur
Sölvi Björnsson í Gróttu (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner