Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. júlí 2018 13:15
Ívan Guðjón Baldursson
Adam Rooney til Salford (Staðfest)
Rooney í leik með Oldham gegn Steven Gerrard og félögum í Liverpool.
Rooney í leik með Oldham gegn Steven Gerrard og félögum í Liverpool.
Mynd: Getty Images
Salford City FC, knattspyrnulið í eigu leikmanna '92 árgangsins hjá Manchester United, er búið að bæta við sig miklum gæðaleikmönnum í sumar.

Salford komst upp úr utandeildinni og inn í fimmtu deildina á síðasta tímabili. Liðið stefnir beint upp um deild miðað við kaup sumarsins hingað til.

Félagið var að staðfesta komu tveggja öflugra leikmanna til félagsins. Annar þeirra er Danny Lloyd og kemur frá Peterborough en hinn er Adam Rooney og kemur frá skoska úrvalsdeildarliðinu Aberdeen.

Rooney er 30 ára gamall sóknarmaður og hefur gert 87 mörk í 194 leikjum fyrir Aberdeen á fjórum árum. Áður en hann hélt til Skotlands hafði hann spilað og skorað fyrir bæði Stoke og Birmingham í Championship deildinni.

Lloyd er 26 ára sóknartengiliður sem hefur alla tíð gert frábæra hluti í neðri deildum enska boltans.
Athugasemdir
banner
banner
banner