Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. júlí 2018 21:07
Hafliði Breiðfjörð
Alisson Becker til Liverpool (Staðfest)
Alisson við undirskriftina.
Alisson við undirskriftina.
Mynd: Vefur Liverpool
Markvörðurinn Alisson Becker er genginn í raðir Liverpool en enska félagið staðfesti þetta rétt í þessu.

Alisson sem er 25 ára gamall kostar Liverpool 75 milljónir evra og er orðinn dýrasti markvörður allra tíma.

Hann er 25 ára gamall landsliðsmarkvörður Brasilíu sem kemur til félagsins frá Roma á Ítalíu.

Hann skrifaði undir langtíma samning við Liverpool í kvöld eftir að hafa gengist undir læknisskoðun og gengið frá öðrum formsatriðum á Melwood, æfingasvæði félagsins.

„Ég er virkilega ánægður, það er algjör draumur að klæðast þessari merkilegu treyju hjá svona stóru félagi sem er alltaf að vinna,2 sagði hann eftir undirskriftina.

„Þetta er risaskref fyrir feril minn og líf mitt að verða hluti af þessu félagi og þessari fjölskyldu. Þið getið treyst á að ég mun leggja allt mitt í þetta."

Alisson hóf feril sinn hjá Internacional í heimalandinu. Hann var aðalmarkvörður Brasilíu á HM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner