fim 19. júlí 2018 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Celades hættur með U21 landslið Spánar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Albert Celades er hættur störfum sem þjálfari U21 landsliðs Spánar eftir fjögur ár við stjórnvölinn. Þetta staðfesti spænska knattspyrnusambandið í gær.

Celades spilaði meðal annars fyrir Barcelona og Real Madrid á ferli sínum en lék aðeins fjóra A-landsleiki fyrir Spán.

Hann hefur gert góða hluti með U21 liðið og stýrði því í annað sæti evrópumótsins í fyrra.

Óljóst er hvað Celades ætlar að taka sér fyrir hendur en líkur eru á því að hann sé þegar búinn að samþykkja starfstilboð.

Búist var við að Celades myndi stýra spænska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi eftir brottrekstur Julen Lopetegui en svo varð ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner