Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. júlí 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zola aðstoðarmaður Sarri hjá Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Gianfranco Zola hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari Maurizio Sarri hjá Chelsea.

Zola snýr aftur til Chelsea eftir að hafa skorað 80 mörk fyrir félagið á sjö árum í kringum aldamótin. Hann er dáður af stuðningsmönnum félagsins.

Eftir atvinnumannaferilinn tók Zola við West Ham og hefur einnig stýrt Watford og Birmingham í enska boltanum. Þá nældi hann sér í reynslu úr ítalska boltanum með Cagliari og katarska boltanum með Al-Arabi.

Sarri og Zola eiga ansi erfitt verk fyrir höndum þar sem mikil pressa er á þeim fyrir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner