Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   sun 08. ágúst 2010 22:14
Magnús Már Einarsson
Tryggvi Guð: Kannski farnir að sækjast eftir að byrja á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
,,Þetta var alls ekki auðvelt. Við byrjuðum þennan leik mjög illa og vorum í ströggli fyrstu 20-25 mínúturnar," sagði Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV eftir 3-2 sigur liðsins á Haukum í Pepsi-deildinni í dag.

,,Við vorum kannski að spila full hátt á þá og þeir voru að stinga mikið á bakvið okkur og voru betri fyrstu mínúturnar. Við náðum sem betur fer marki fyrir hálfleik og förum jafnir inn í hálfleik. Við náðum að stilla saman strengi okkar í hálfleiknum og vorum töluvert betri liðið í seinni hálfleik held ég."

Suður-afríski sóknarmaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður og skoraði tvívegis fyrir Eyjamenn í dag

,,Hann er að koma sterkur inn strákurinn. Hann fær þarna sénsinn og gerir tvö fín mörk. Það er fínt að hafa þessa stráka. Það virðist vera þannig að sá striker sem byrjar leikinn með mér upp á topp hann virðist aldrei ná sér á strik en þeir sem koma inn á skora alltaf mörkin. Menn eru kannski farnir að sækjast eftir því að byrja á bekknum."

Eyjamenn eru eftir úrslit kvöldsins með tveggja stiga forskot á toppnum þar sem FH og Breiðablik gerðu jafntefli.

,,Mér fannst öll úrslit vera allt í lagi, ég horfði á það þanig. Ef að Blikarnir hefðu unnið þá hefðum við aftur verið búnir að ná ágætis forskoti á FH-ingana og ef FH-ingarnir hefðu unnið þá hefðum við náð ákveðnu forskoti á Blikana. Kannski var best að þetta fór jafntefli, að tvö stig deildust á liðin frekar en annað myndi ná sér í þrjú."
banner