Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 23. apríl 2012 17:45
Hafliði Breiðfjörð
Decamps til BÍ/Bolungarvíkur (Staðfest)
Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari BÍ/Bolungarvíkur.
Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari BÍ/Bolungarvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Franski miðvörðurinn Florian Decamps er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík og hefur gert samning við félagið.

Decamps kom til landsins rétt í þessu og mun spila með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í sumar. Hann hafði æft á reynslu með Víkingum frá Ólafvsík í byrjun apríl og skoraði þá eina mark leiksins í sigri á ÍBV í æfingaleik.

Decamps er 25 ára gamall franskur miðvörður. Hann hefur einnig reynslu sem framherji og spilaði í sókn í bandaríska háskólaboltanum. Bróðir hans leikur með norska liðinu Haugesund sem Andrés Már Jóhannesson leikur með.

Jörundur Áki Sveinsson þjálfar lið BÍ/Bolungarvíkur í sumar. Liðið verður mikið breytt frá síðustu leiktíð og hefur áður fengið til liðs við sig Dennis Nielsen frá Danmörku, Harald Árna Hróðmarsson frá Hamar, Hauk Ólafsson frá ÍR, Hafstein Rúnar Helgason frá Stjörnunni, Helga Vala Pálsson á láni frá FH og Jorge Santos frá Portúgal auk þess sem framherjinn Goran Vujic snýr aftur eftir meiðsli.

Á móti hafa þeir misst Atla Guðjónsson í ÍR, Nicky Deverdics til Englands, Kevin Brown til Skotlands Loic Ondo í Grindavík, Michael Abnett til Englands, Matthías Kroknes Jóhannsson í Fram, Óttar Kristinn Bjarnason í KV, Tomi Ameobi í Grindavík og Zoran Stamenic.
Athugasemdir
banner
banner
banner